Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Golfsambandið braut lög gegn banni við áfengisauglýsingum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 22:43

Golfsambandið braut lög gegn banni við áfengisauglýsingum

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Golfsamband Íslands hafi í júní í fyrra brotið lög sem banna áfengisauglýsingar á Sumarsólstöðumóti sem haldið var af Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar með því að hafa nafn á belgískri bjórtegund í auglýsingum um mótið.

Kvörtun barst Fjölmiðlanefnd frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum eftir að mótið var auglýst í tímariti á vegum sambandsins en þar birtist nafn bjórtegundarinnar, Stella Artois.

Í auglýsingunni var mynd af bjórglasi og bjórflösku merkt vörunni og hefur varan meira en 2,25 prósent áfengisinnihald.

Auglýsingin er því að mati Fjölmiðlanefndar ekki aðeins fyrir golfmótið heldur er líka verið að auglýsa bjórtegundina og þar sem að varan fæst ekki hér á landi í 2,25 prósentu styrkleika, sé um áfengisauglýsingu að ræða.

Þar sem Golfsamband Íslands hefur ekki áður brotið gegn lögunum féll Fjölmiðlanefnd frá sektarákvörðun í málinu.