GolfTV: Beið í 20 sekúndur eftir að boltinn færi ofaní holuna
Scott Langley átti áhugavert pútt á lokakeppnisdeginum á Memorial meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn. Langley var að pútta fyrir fugli á 16. flöt sem er par 3 braut. Eins og sjá má í myndbandinu var boltinn lengi að falla ofaní í holuna – rétt rúmlega 20 sekúndur, en boltinn endaði í miðri holu eftir allt saman. Spurningin er hvort Langley hafi gefið sér of langan tíma í að bíða eftir því að boltinn færi ofaní holuna.