Fréttir

Golfvellir á floti eftir miklar rigningar
Stórfljót hefur myndast fyrir framan 15. flöt í Öndverðarnesi. Myndir frá Öndverðarnesi/ValurKetilsson.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 15:08

Golfvellir á floti eftir miklar rigningar

Afleiðingar mikillar rigningar síðustu daga má meðal annars sjá á golfvöllum landsins. Þó eru sumir vellir veikari fyrir bleytu en aðrir eins og sjá má á myndum sem við fengum af Öndverðarnesvelli í Grímsnesi. Þar eru nýjar risastórar vatnstorfærur á 4., 15. og 16. braut.

Þá var Brautarholtið orðið að vatnsvelli og fengum við senda mynd um hádegisbilið á föstudegi. Þar var lokað í dag og líklega næstu daga miðað við veðurspá.

Uppfært: Fengum rigningarmyndir frá Hamarsvelli í Borgarnesi. Sjá hér að neðan myndir frá 16. braut.

Hér má sjá yfir hluta 4. brautarinnar og hér að neðan risa tjörn fyrir framan 16. flötina.

Brautarholtsvöllur í alvöru vatns-baði.