Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

GR bikarinn: Gunnhildur efst eftir fyrsta daginn
Gunnhildur Kristjánsdóttir. Mynd: [email protected]
Föstudagur 18. ágúst 2017 kl. 14:00

GR bikarinn: Gunnhildur efst eftir fyrsta daginn

Securitas mótið, þar sem keppt er um GR bikarinn, hófst í morgun á Grafarholtsvelli. Mótið er boðsmót á Eimskipsmótaröðinni þar sem nokkrir af bestu kylfingum landsins keppast um sigur.

Í kvennaflokki fór Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK, best af stað en hún er með tveggja högga forystu á næstu kylfinga eftir fyrsta dag. Hún lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hringur Gunnhildar var nokkuð stöðugur en tveir fuglar og þrír skollar gerðu það að verkum að hún kom inn á höggi yfir pari.

Jafnar í öðru sæti eru þrír kylfingar, þær Ragnhildur Sigurðardóttir, Saga Traustadóttir og Berglind Björnsdóttir, allar úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þær léku fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK, er í 5. sæti á fjórum höggum yfir pari.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu sem lýkur á sunnudaginn. Mótið er lokamót tímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]