Fréttir

Grafarholtið opnað - GR-ingar fóstrar sínar brautir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 16. maí 2020 kl. 09:45

Grafarholtið opnað - GR-ingar fóstrar sínar brautir

Flestir golfvellir landsins hafa nú opnað en opnunarmót fer fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík í dag en völlurinn hefur ætíð verið með þeim síðustu sem hafa opnað. Veðurspá er ágæt fyrir helgina og eru flest allir vellir þétt bókaðir.

GR-ingar greindu frá því nýlega að brautir í fóstur væru nýtt tilraunaverkefni hjá klúbbnum.  Félagsmönnum og golfhópum gefst kostur á að taka að sér eina braut á golfvöllum félagsins og fóstra yfir golftímabilið. Klúbburinn hefur yfir að ráða alls 45 golfbrautir á báðum völlum og er markmiðið með þessu verkefni að fá einstaklinga og hópa til að taka virkan þátt í því að gera góða velli enn betri, segir á FB síðu GR.


Skráningar fara fram hjá framkvæmdarstjóra í gegnum netfangið [email protected] en frekari upplýsingar um verkefnið má finna í meðfylgjandi frétt https://www.grgolf.is/frettir/frett/brautir-i-fostur-nytt-verkefni-vilt-thu-hjalpa-til