Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

GSÍ búið að framlengja við RÚV
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK fögnuðu sigri í beinni útsendingu í sumar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 20:07

GSÍ búið að framlengja við RÚV

Fram kemur á heimasiðu Golfsambands Íslands að sambandið hafi nýlega endurnýjað samning sinn við RÚV.

Samningurinn er til þriggja ára og snýr að því að RÚV haldi áfram að sýna frá Íslandsmótinu í höggleik í beinni útsendingu.

„Nýr samningur við RÚV er mikið ánægjuefni fyrir golfhreyfinguna en samstarfið hefur verið virkilega gott og metnaðarfullt undanfarin ár,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ.

Íslandsmótið í höggleik fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í sumar. Mótið verður haldið dagana 6.-9. ágúst og hafa þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK titil að verja.