Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

GSÍ búið að semja við Golfbox
Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 15:22

GSÍ búið að semja við Golfbox

Golfsamband Íslands tilkynnti nú fyrir skömmu á síðu sinni golf.is að sambandið hefði undirritað fimm ára samning um að taka í notkun hugbúnaðarkerfið Golfbox.

Golfbox hefur allt frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi sem bæði golfklúbbar, mótshaldarar og golfsambönd geta notast við. Kerfið hefur verið í notkun í fjöldi landa við góðan orðstír. 

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, sagði upplýsingatæknimál hefði verið ofarlega í umræðunni innan GSÍ í mörg ár.

„Upplýsingatæknimálin hafa verið ofarlega í umræðunni innan golfhreyfingarinnar árum saman. Við erum stolt af því að hafa í samstarfi við Idega þróað okkar eigið kerfi síðustu tuttugu árin. Við vorum langt á undan öðrum golfsamböndum í þessari þróun og náðum að þjóna okkar golfklúbbum vel. Nú er hinsvegar komið að ákveðnum tímamótum.

Golfsamband Íslands er ekki hugbúnaðarfyrirtæki og það er mat okkar að við munum aldrei getað elt þær tæknikröfur sem klúbbar og kylfingar munu gera í framtíðinni. Við teljum því tímabært að kaupa þessa þjónustu af Golfbox, sem starfar á alþjóðlegum markaði og þjónustar margar milljónir kylfinga.

Idega á mikið hrós skilið fyrir samstarfið undanfarna áratugi og ég vona að kylfingar okkar kunni að meta það frábæra starf sem unnið hefur verið til þessa.“

Stefnt er að því að í byrjun árs 2020 verði Golfbox orðið aðgengilegt fyrir kylfinga á golf.is

Fréttina í heild sinni má nálgast hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is