Fréttir

Guðmundur á tveimur höggum yfir pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 17:39

Guðmundur á tveimur höggum yfir pari

Fyrsti hringur Dimension Data Pro-Am mótsins á Áskorendamótaröðinni var leikinn í dag en Guðmundur Ágúst Kristjánsson er á meðal keppenda. Leikið er á þremur völlum; Montagu vellinum, Outeniqua vellinum og The Links vellinum. Guðmundur lék á Montagu vellinum og kom hann í hús á 74 höggum.

Á hringnum í dag fékk Guðmundur tvo skolla, einn á fyrri níu holunum og einn á þeim síðari, á móti fékk hann fjóra skolla en tveir af þeim komu á fyrri níu holunum og tveir á þeim síðari.

Guðmundur er því á tveimur höggum yfir pari eftir daginn og er hann jafn í 128. sæti. Á morgun leikur hann á Outeniqua vellinum og byrjar hann klukkan 7:40 að staðartíma sem er 5:40 að íslenskum tíma.

Það er heimamaðurinn Christiaan Bezuienhout sem er í forystu. Hann lék á Outeniqua vellinum og kom hann í hús á 61 höggi, eða 11 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.