Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Guðmundur á tveimur höggum yfir pari | Ein dýrkeypt hola
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 21:38

Guðmundur á tveimur höggum yfir pari | Ein dýrkeypt hola

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf í dag leik á D+D Real Czech Challenge mótinu sem hófst í dag á Áskorendamótaröðinni. 11. hola dagsins hjá reyndist Guðmundi dýrkeypt en hann lék hana á þremur höggum yfir pari en hringinn sjálfan á tveimur höggum yfir pari.

Guðmundur hóf leik á 10. braut í morgun og var fljótlega kominn á högg undir pari. Tveir skollar á 17. og 18. brautunum þýddi að hann lék fyrri níu holurnar á höggi yfir pari. Hann kom sér strax á parið með fugli á fyrstu holunni en strax á næstu holu, sem er par 5 hola, varð hann fyrir því óláni að fá þrefaldan skolla. Hann náði að vinna eitt högg til baka með fugli á áttundu holunni.

kylfingur.is
kylfingur.is

Hringinn lék Guðmundur á tveimur höggum undir pari og er hann jafn í 93. sæti eftir daginn. Efstu menn eru á fimm höggum undir pari og getur Guðmundur hæglega komið sér hátt upp listann með góðum hring á morgun.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21