Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Guðmundur áfram eftir flotta spilamennsku
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 17:50

Guðmundur áfram eftir flotta spilamennsku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á öðrum degi Gradi Polish Open mótsins sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Hann kom í hús á 66 höggum og komst nokkuð örugglega gegnum niðurskurðinn.

Fyrir daginn var staðan nokkuð svört fyrir Guðmund en hann var tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Hann byrjaði aftur á móti daginn með miklum látum og var hann kominn sjö högg undir par eftir 11 holur þar sem hann fékk fimm fugla og einn örn. Guðmundur gaf þó aðeins eftir á lokaholunum og lék þær á þremur höggum yfir pari. Hann lék því á fjórum höggum undir pari.

Eftir hringina tvo er Guðmundur samtals á tveimur höggum undir pari og jafn í 30. sæti.

Efsti maður er á samtals 15 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.