Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Guðmundur áfram eftir góðan hring
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 4. júní 2021 kl. 23:03

Guðmundur áfram eftir góðan hring

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst í gegnum niðurskurðinn á D+D Real Czech Challenge eftir flotta spilamennsku á öðrum hring mótsins. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur fór rólega af stað og var á parinu eftir sex holur. Þá kom góður kafli þar sem hann fékk fimm fugla á níu holum. Á 17. holunni kom skolla og þar við sat. 

kylfingur.is
kylfingur.is

Guðmundur kom því í hús á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann er því samtals á tveimur höggum undir pari og jafn í 48. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21