Fréttir

Guðmundur endaði mótið á pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 6. júní 2021 kl. 21:44

Guðmundur endaði mótið á pari

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á höggi undir pari á lokadegi D+D Real Czech Challenge mótinu. Hann fór upp um tvö sæti milli hringja og endaði mótið jafn í 54. sæti.

Fyrri níu holurnar voru nokkuð skrautlega hjá Guðmundi en hann hóf leik á 10. braut í dag og fékk hann aðeins tvö pör á fyrstu níu holunum. Hann fékk fjóra fugla og þrjá skolla og var því á höggi undir pari. Síðari níu holurnar voru ögn rólegri en þar fékk hann einn fugl og einn skolla.

Eins og áður sagði lék hann á höggi undir pari, eða 71 höggi. Næsta mót á Áskorendamótaröðinni er Challenge de Cadiz mótið. Guðmundur er ekki skráður til leiks þá en Haraldur Franklín Magnús mætir til leiks.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.