Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Guðmundur og Haraldur báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 16. september 2020 kl. 18:54

Guðmundur og Haraldur báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hefja á morgun leik á Open de Portugal mótinu. Mótið sem er hluti af Áskorendamótaröðinni er leikið á Royal Óbidos vellinum.

Guðmundur náði sínum besta árangri á mótaröðinni í síðasta móti þegar hann endaði jafn í 5. sæti á Northern Ireland Open mótinu. Hann mætir því vonandi vel stemdur til leiks á morgun klukkan 8:10 að staðartíma en það er 7:10 að íslenskum tíma. Með honum í holli eru þeir David Boote og Raphael De Sousa.

Haraldur var einnig á meðal keppenda á Northern Ireland Open mótinu og endaði hann þá jafn í 33. sæti. Hann hefur leik á morgun klukkan 11:40 að staðartíma og með honum í holli eru þeir George Bloor og Scott Gregory.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.


Haraldur Franklín Magnús.