Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Guðmundur og Haraldur hefja leik á Spáni á morgun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 16:30

Guðmundur og Haraldur hefja leik á Spáni á morgun

Íslenski atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru báðir á meðal keppenda á móti vikunnar á Áskorendamótaröðinni, Andalucia Challenge de Cádiz. Guðmundur var með um síðastu helgi þegar leikið var á sama svæði en þá komst Haraldur ekki inn.

Líkt og í síðustu vikur er mótið haldið á Novo Sancti Petri golfvallarsvæðinu sem margir íslenskir kylfingar kannast við á Spáni en þangað hefur verið hægt að fara í golfferðir undanfarin ár í gegnum íslenskar ferðaskrifstofur.

Andalucia Challenge de Cádiz fer fram dagana 11.-14. nóvember og er það annað síðasta mótið á Áskorendamótaröðinni þetta árið. 45 stigahæstu kylfingar mótaraðarinnar komast inn á lokamótið en Guðmundur er sem stendur í 42. sæti og því í harðri baráttu um sæti á meðal 45 efstu. Haraldur Franklín er sem stendur 105. sæti og þarf því á góðu móti að halda ætli hann sér að komast á meðal 45 efstu.

Í lok tímabilsins fá alls 20 efstu sætin á stigalistanum þátttökurétt á Evrópumótaröð karla á næsta ári. Birgir Leifur Hafþórsson er eini íslenski kylfingurinn sem hefur komist inn á sterkustu mótaröð Evrópu með fullan keppnisrétt.

Mótin sem eru framundan á Áskorendamótaröðinni eru:

11.-14. nóvember:

Iberostar Real Club de Golf Novo Sancti Petri, Cadiz. 

19.-22. nóvember:

T-Golf & Country Club, Mallorca, Baleares.


Haraldur Franklín Magnús.