Fréttir

Guðrún Brá endaði árið í 48. sæti
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 18:40

Guðrún Brá endaði árið í 48. sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 48. sæti á stigalista LET Access mótaraðarinnar sem lauk nú um helgina. Hún fór því upp um tvö sæti með árangri sínum í lokamótinu.

Á árinu þénaði Guðrún tæpar 7.884 evrur og var hún í 41. sæti á lista yfir tekjuhæstu kylfinga mótaraðinnar. Stigalisti mótaraðarinnar er þó reiknaður aðeins öðruvísi og endaði hún þar með samtals 7.042,39 stig. Það duggði í 48. sætið eins og kom fram áðan.

Berglind Björnsdóttir lék einnig á LET Access mótaröðinni í ár. Hún varð í 147. sæti á stigalistanum með 1.247,5 stig og í 144. sæti á peningalistanum með 1.194,82 evrur.

Það var Hayley Davis sem varð efsta á stigalistanum en hún var með samtals 29.576 stig, rúmlega 3.600 stigum á undan næstu konu.

Stigalistann í heild sinni má sjá hérna.


Berglind Björnsdóttir.