Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún leikur í Svíþjóð - Guðmundur og Haraldur í Hollandi
Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá leika í Hollandi og Svíþjóð í vikunni.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 11:36

Guðrún leikur í Svíþjóð - Guðmundur og Haraldur í Hollandi

Nokkrir af atvinnukylfingunum okkar verða í eldlínunni í vikunni.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir leikur á Didriksons Skaftö Open á Evrópumótaröð kvenna. Mótið fer fram í Fiskebackskil á velli Skafto golfklúbbsins og hefst á föstudaginn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Völlurinn er nokkuð athyglisverður þar sem hann er par 69 og aðeins 4.782 metrar.

Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín spreyta sig á B-NL Challenge Trophy sem fram fer í Spijk í Hollandi. Þeir hefja báðir leik snemma í fyrramálið.

The Dutch völlurinn í Spijk er par 71 og 6.369 metrar að lengd og því frekar í styttri kantinum en mikið um torfærur eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.