Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Hanna og Magnús klúbbmeistarar Esju 2020
Sigurvegarar í Meistaramóti GE árið 2020. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 18. ágúst 2020 kl. 16:19

Hanna og Magnús klúbbmeistarar Esju 2020

Fyrsta Meistaramót Golfklúbbsins Esju fór fram dagana 13. - 15. ágúst. Leikið var á frábærum heimavelli klúbbsins í Brautarholti.

Mótið var stytt niður í tvo daga vegna gríðarlegrar úrkomu á fyrsta keppnisdegi en því voru leiknar 24 holur í kvennaflokki og 36 holur í karlaflokkunum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Aðstæður á föstudeginum voru frábærar en töluverður vindur var á laugardeginum.

Þáttakendur voru 8 í kvennaflokki og 16 í karlaflokkunum.

Úrslit:

Kvennaflokkur (punktakeppni)

Klúbbmeistari Hanna Lóa Skúladóttir 46p
2.sæti Edda Hermannsdóttir 41p
3.sæti Kristín Bjargar Magnúsdóttir 35p 

Meistaraflokkur karla (höggleikur)

Klúbbmeistari Magnús Lárusson 142
2.sæti Ingi Rúnar Gíslason 144
3.sæti Guðlaugur Rafnsson 151

1.flokkur karla (höggleikur með fgj.)

1. sæti Gunnar Már Sigurfinnsson 152
2. sæti Páll Ingólfsson 155
3. sæti Gústav Axel Gunnlaugsson 165


Mynd: [email protected].

Sjá tengdar fréttir:

GE er nýjasti golfklúbbur landsins