Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Háskólagolfið: Egill lék lokahringinn á 2 höggum undir pari
Egill Ragnar Gunnarsson.
Miðvikudagur 17. október 2018 kl. 10:10

Háskólagolfið: Egill lék lokahringinn á 2 höggum undir pari

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, og liðsfélagar hans í Georgia State enduðu í 3. sæti í Autotrader Collegiate Classic mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 15.-16. október.

Egill lék frábært golf á lokahringnum og kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann lék hringina þrjá í mótinu á 3 höggum yfir pari og endaði í 40. sæti í einstaklingskeppninni.

Örninn 2025
Örninn 2025

Georgia Southern skólinn fór með sigur af hólmi á 35 höggum undir pari. Georgia State, skóli Egils, endaði í 3. sæti á 14 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]