Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Háskólagolfið: Tumi +1 í Flórída
Tumi Hrafn Kúld.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 21:28

Háskólagolfið: Tumi +1 í Flórída

Tumi Hrafn Kúld og liðsfélagar hans í Western Carolina háskólanum kepptu á Fort Lauderdale mótinu sem fór fram dagana 2.-3. mars í bandaríska háskólagolfinu.

Tumi lék vel í mótinu en hann endaði mótið á höggi yfir pari og í 21. sæti af 78 keppendum. Besta skor Tuma kom á lokahringnum en þá lék hann á 70 höggum (-2).

Örninn 2025
Örninn 2025

Lið Tuma endaði í 6. sæti í mótinu á þremur höggum undir pari í heildina. Lynn skólinn fagnaði sigri á 30 höggum undir pari.

Næsta mót hjá Western Carolina skólanum fer fram dagana 22.-24. mars.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.