Fréttir

Haukur fór holu í höggi á Gufudalsvelli
Haukur Magnússon.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 22:02

Haukur fór holu í höggi á Gufudalsvelli

Haukur Magnússon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. holu Gufudalsvallar þann 13. ágúst síðastliðinn.

Í draumahöggið notaði Haukur fimmu hálfvita en holan spilaðist undan vindi. 7. holan spilast jafnan um 170 metra löng á gulum teigum en um er að ræða eina af erfiðari holum vallarins.

Samkvæmt Einari Lyng Hjaltasyni golfkennara er þetta í annað skiptið í sumar sem kylfingur nær holu í höggi á Gufudalsvelli en í fyrra skiptið var það á 9. holu vallarins.