Fréttir

Heimslisti kvenna: Hee Young Park aftur á meðal 100 efstu
Hee Young Park
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 10. febrúar 2020 kl. 17:00

Heimslisti kvenna: Hee Young Park aftur á meðal 100 efstu

Nýr heimslisti kvenna var birtur í dag og er ein breyting á efstu 10 kylfingunum. Minjee Lee fer upp um eitt sæti á listanum og situr nú í 8. sæti listans. Á móti fellur Jeong Eun Lee6 niður um eitt sæti og fer í það 9. Jin Young Ko situr enn á toppi listans og er með töluvert forskot á næstu konu, Sung Hyun Park. Ko er með 8,52 stig að meðaltali á meðan Park er með 5,99 stig. Ko hefur nú setið í efsta sætinu í 28 vikur samfleytt og samtals í 40 vikur.

Sigurvegari helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Hee Young Park, fer upp um 96 sæti milli vikna og er nú aftur komin á meðal 100 efstu eftir að hafa verið á niðurleið undanfarna mánuði. Park situr nú í 95. sæti listans og hefur ekki verið ofar á listanum frá því árið 2017.

Hér má sjá listann í heild sinni.