Fréttir

Hermann Geir með vallarmet á Bárarvelli
Hermann Geir Þórsson. Mynd: Aðsend.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 14. júlí 2020 kl. 13:53

Hermann Geir með vallarmet á Bárarvelli

Meistaramót GVG 2020 fór fram dagana 8.-11. júlí. Keppt var í fimm flokkum og sáust nokkur góð skor, þó engin betri en hjá Hermanni Geir Þórssyni sem setti nýtt vallarmet á Bárarvelli á öðrum keppnisdegi.

Hermann lék hringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari og bætti vallarmetið um tvö högg. Samkvæmt heimildum blaðamanns Kylfings átti Magnús Lárusson fyrra vallarmetið sem hann setti árið 2010 þegar hann lék á 69 höggum.

Á hringnum fékk Hermann sjö fugla og tvo skolla en hann lék sérstaklega vel á lokakaflanum þar sem hann spilaði síðustu sex holurnar á fjórum höggum undir pari.

Hermann varð efstur í sínum flokki en hann lék hringina fjóra samtals á höggi yfir pari. Hér fyrir neðan má sjá úrslit allra flokka í Meistaramóti GVG:

Flokkur: 1.flokkur KK:

1 Hermann Geir Þórsson 289
2 Heimir Þór Ásgeirsson 315
3 Ásgeir Ragnarsson 320

Flokkur: 2. Flokkur KK:

1 Kjartan Sigurjónsson 281
2 Konráð Hinriksson 286
3 Valtýr Njáll Birgisson 301

Flokkur: 1. Flokkur KVK:

1 Hugrún Elísdóttir 345
2 Anna María Reynisdóttir 357
3 Kristín Pétursdóttir 389

Flokkur: 2.Flokkur KVK:

1 Freydís Bjarnadóttir 260
2 Pauline Jean Haftka 291
3 Kolbrún Haraldsdóttir 301

Flokkur: Öldungaflokkur KK:

1 Sverrir Karlsson 297
2 Guðni E Hallgrímsson 300
3 Svanur Tryggvason 310