Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Hlynur Geir lék á 63 höggum á Opna Dominos mótinu
Hlynur Geir Hjartarson. Mynd:[email protected]
Sunnudagur 2. júlí 2017 kl. 10:19

Hlynur Geir lék á 63 höggum á Opna Dominos mótinu

Opna Dominos mótið fór fram á laugardaginn við flottar aðstæður á Svarfhólsvelli á Selfossi. Alls tók 101 keppandi þátt í mótinu sem þótti mjög vel heppnað.

Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Selfoss, Hlynur Geir Hjartarson, gerði sér lítið fyrir og lék á 63 höggum í mótinu eða 7 höggum undir pari. Skorið var ekki langt frá hans eigin vallarmeti sem eru 62 högg frá því í Meistaramóti klúbbsins árið 2012.

Örninn 2025
Örninn 2025


Skorkort Hlyns úr mótinu.

Hér má sjá helstu úrslit mótsins:

Punktakeppni:
1. Herbert Viðarsson GOS 42 punktar
2. Ólafur Dór Steindórsson GHG 41 punktur
3. Dagur Ebenerzersson GM 41 punktur
4. Sigbjörn Þór Óskarsson GV 39 punktar
5. Ragnar Sigurðarson GOS 39 punktar

Besta skor: Hlynur Geir Hjartarson 63 högg

Nándarverðlaun:
3. Jón Rúnar Björnsson 77cm
4. Jón Hilmar Kristjánsson 99cm
7. Sigurður Ó Hafþórsson 46cm

Lengsta teighögg:
5. Anna Sólveig Snorradóttir
9. Benedikt Sveinsson

Ísak Jasonarson
[email protected]