Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Hlynur Geir og Nína Björk  Íslandsmeistarar 35+
Nína Björk og Hlynur Geir. Mynd: [email protected].
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 11:57

Hlynur Geir og Nína Björk Íslandsmeistarar 35+

Íslandsmótinu í höggleik lauk í gær og líkt og fram hefur komið voru það þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem fögnuðu sigri. Sú nýbreytni var á þetta árið að samhliða Íslandsmótinu var einnig leikið um Íslandsmeistaratitil 35 ára og eldri.

Þetta var í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil í karla- og kvennaflokki 35 ára og eldri.

Örninn 2025
Örninn 2025

Að þessu sinni voru það þau Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Nína Björk Geirsdóttir úr GM sem fögnuðu sigri.

Hlynur Geir lék hringina fjóra á 287 höggum, eða þremur höggum yfir pari. Hann var um tíma í baráttunni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en endaði að lokum í 12.-13. sæti.

Nína Björk lék hringina fjóra á 290 höggum eða sex höggum yfir pari. Líkt og Hlynur var Nína í baráttunni um sjálfan Íslandsmeistaratitil allt fram á lokaholurnar og varð að láta sér þriðja sætið duga.

Íslandsmeistarar 35+ frá upphafi:

2000: Jón Haukur Guðlaugsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (1)
2001: Jón Haukur Guðlaugsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (2)
2002: Tryggvi Valtýr Traustason (1) / Þórdís Geirsdóttir (3)
2003: Ólafur Hreinn Jóhannesson (1) / Þórdís Geirsdóttir (4)
2004: Einar Long (1) / Þórdís Geirsdóttir (5)
2005: Tryggvi Valtýr Traustason (2) / Anna Jódís Sigurbergsdóttir  (1)
2006: Sigurbjörn Þorgeirsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (6)
2007: Sigurbjörn Þorgeirsson (2) / María Málfríður Guðnadóttir (1)
2008: Sigurbjörn Þorgeirsson (3) / Ásgerður Sverrisdóttir (1)
2009: Arnar Sigurbjörnsson (1) / Andrea Ásgrímsdóttir (1)
2010: Sigurjón Arnarsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (7)
2011: Tryggvi Valtýr Traustason (3) / Þórdís Geirsdóttir (8)
2012: Nökkvi Gunnarsson (1) / Ólöf María Jónsdóttir (1)
2013: Einar Lyng Hjaltason (1) / Þórdís Geirsdóttir (9)
2014: Tryggvi Valtýr Traustason (4) / Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
2015: Gunnar Geir Gústavsson (1) / Hansína Þorkelsdóttir (1)
2016: Nökkvi Gunnarsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (10)
2017: Björgvin Þorsteinsson (1) / Sara Jóhannsdóttir (1)
2018: Sigmundur Einar Másson (1) / Svala Óskarsdóttir (1)
2019: Hlynur Geir Hjartarson (1) / Nína Björk Geirsdóttir (1)