Fréttir

Hulda Bjarnadóttir úr Nesklúbbnum er nýr forseti GSÍ
Hulda forseti ásamt hluta stjórnar Golfsambandsins á þinginu um helgina. - mynd golf.is
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl. 09:11

Hulda Bjarnadóttir úr Nesklúbbnum er nýr forseti GSÍ

Hulda Bjarnadóttir úr Nesklúbbnum var í gær fyrst kvenna kjörin forseti Golfsambands Íslands. Hún tekur við af Hauki Erni Birgissyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.

Ársþing Golfsambandsins fór fram á Fosshóteli í Reykjavík um helgina og var eitt af verkum þingsins að skipa nýja stjórn en þrír aðilar gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Ný stjórn Golfsambandsins er skipuð eftirtöldum aðilum:

Birgir Leifur Hafþórsson
Hansína Þorkelsdóttir
Hjördís Björnsdóttir
Hulda Bjarnadóttir, forseti
Hörður Geirsson
Jón B. Stefánsson
Jón Steindór Árnason
Karen Sævarsdóttir
Ólafur Arnarson
Ragnar Baldursson
Viktor Elvar Viktorsson

Kristín Guðmundsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og Haukur Örn Birgisson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og fengu þau öll heiðursviðurkenningar frá Golfsambandi Íslands fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar.