Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Húsatóftavöllur opnaði ekki á laugardaginn eins og til stóð
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 15:08

Húsatóftavöllur opnaði ekki á laugardaginn eins og til stóð

Til stóð að opna Húsatóftavöll í Grindavík sl. laugardag en þau plön breyttust á föstudag.

Helgi Dan Steinsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur.

„Það var allt klárt fyrir opnunina, við vorum búnir að fylla á kælana og vorum með veitingar klárar en fengum þær fréttir á föstudag að við þyrftum aðeins að bíða með að opna því minnisblað varðandi jarðvegsskönnunina var ekki tilbúið. Við bíðum átekta og verðum bara að vona það besta, völlurinn hefur aldrei verið í svo góðu ásigkomulagi á þessum árstíma og bíður eftir golfurum,“ sagði Helgi.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024