Samkaup - nettó
Samkaup - nettó

Fréttir

Hverjir verða Landsmeistarar í golfhermum? Úrslit á sunnudag í GKG
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 31. mars 2023 kl. 12:46

Hverjir verða Landsmeistarar í golfhermum? Úrslit á sunnudag í GKG

Úrslitakeppni Landsmeistara í golfhermum verður í GKG á sunnudag. Sextán kylfingar, átta konur og átta karlar leika 36 holur á sunnudag og keppa um vegleg verðlaun. Sýnt verður beint frá keppninni í opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Keppt verður á Grafarholtsvelli í Trackman.

Verðlaun fyrir efsta sæti er 100 þús. kr., 50 þús. fyrir annað sætið og 30 þús. fyrir þriðja sætið. Sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð2 sport frá kl. 15 á sunnudaginn.