Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Íslandsbankamótaröðin: Sigurður Arnar og Andrea Ýr sigruðu í flokki 15-16 ára
Verðlaunahafar í stúlknaflokki 15-16 ára. Mynd: [email protected]
Mánudagur 28. ágúst 2017 kl. 09:30

Íslandsbankamótaröðin: Sigurður Arnar og Andrea Ýr sigruðu í flokki 15-16 ára

Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram um helgina á Leirdalsvelli, velli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Vegna veðurs þurfi að fresta leik á laugardaginn með þeim afleiðingum að aðeins var leikin ein umferð í flokki 15-16 ára.

Í piltaflokki var mikil spenna um efsta sætið á milli Sigurðar Arnars og Dagbjarts. Svo fór að lokum að Sigurður Arnar Garðarsson hafði betur og kom hann í hús á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Dagbjartur varð í öðru sæti á þremur höggum undir pari. Í þriðja sæti varð síðan Hákon Ingi Rafnsson á parinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Piltar 15-16 ára:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 67 högg (-4)
2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 68 högg (-3)
3. Hákon Ingi Rafnsson, GSS 71 högg (par)
4. Andri Már Guðmundsson, GM 72 högg (+1)
5. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 73 högg (+2)

Andrea Ýr Ásmundsdóttir hafði talsverða yfirburði í stúlknaflokki. Hún kom í hús á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Fjórum höggum á eftir henni varð Hulda Clara Gestsdóttir. Hulda lék á 80 höggum, eða níu höggum yfir pari. Einu höggi á eftir Huldu varð Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.


Verðlaunahafar í piltaflokki 15-16 ára. Mynd: [email protected]

Stúlkur 15-16 ára:

1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 högg (+5)
2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 80 högg (+9)
3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 81 högg (+10)
4. María Björk Pálsdóttir, GKG 83 högg (+12)
5. Lovísa Ólafsdóttir, GR 86 högg (+15)