Fréttir

Íslandsmeistarinn hefur leik í Sviss á morgun
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 2. september 2020 kl. 17:47

Íslandsmeistarinn hefur leik í Sviss á morgun

Guðrún Brá Björgvinsdóttir Íslandsmeistari í höggleik síðustu þriggja ára hefur á morgun leik á Flumserberg Ladies Open mótinu en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Þetta er önnur helgin í röð sem Guðrún leikur en um síðustu helgi lék hún á Tipsport Czech ladies Open mótinu sem var hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Leikið er á Gams-Werdenberg golfvellinum í Sviss og Guðrún leik klukkan 12:30 að staðartíma á morgun, sem er 10:30 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Laura Murray og Magdalena Simmermacher.

Leiknir eru þrír hringir og verður skorið niður eftir tvo. Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.