Fréttir

Johnson jafnar 54 holu met
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 14. nóvember 2020 kl. 23:31

Johnson jafnar 54 holu met

Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Dustin Johnson í forystu fyrir lokahring Masters mótsins sem fer fram á morgun. Hann er með fjögurra högga forystu eftir ótrúlegan hring í dag upp á 65 högg.

Eftir hringinn er hann á samtals 16 höggum undir pari og jafnaði hann þar með met sem Jordan Spieth setti árið 2015 fyrir besta skor eftir 54 holur í mótinu.

Johnson gæti því hæglega bætt metið fyrir besta skor í mótinu en það eiga Tiger Woods og Spieth saman en Woods vann mótið árið 1997 á 18 höggum undir pari á meðan Spieth gerði slíkt hið sama árið 2015. Spieth komst þá um tíma á 19 högg undir par en fékk skolla undir lokinn á síðasta hringnum.

Ef Johnson nær að halda uppteknum hætti frá því í dag er góður líkur á að hann nái að bæta metið.