Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Johnson með pálmann í höndunum
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 14. nóvember 2020 kl. 23:20

Johnson með pálmann í höndunum

Það má með sanni segja að Dustin Johnson standi með pálmann í höndnum þegar einum hring er ólokið á Masters mótinu. Hann er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á þrjá kylfinga.

Johnson bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur á þriðja hringnum sem leikinn var í dag. Fyrir daginn var hann jafn í efsta sætinu ásamt þremur öðrum kylfingum á níu höggum undir pari. Þrátt fyrir að Justin Thomas, Abraham Ancer og Cameron Smith, sem voru jafnir Johnson fyrir þriðja hringinn, hafi allir leikið undir pari í dag þá töpuðu þeir allir upp undir sex höggum á hann á hringnum.

Johnson byrjaði daginn af miklum krafti og var kominn fimm högg undir par á hringnum eftir sjö holur. Hann bætti við tveimur fuglum til viðbótar á síðari níu holunum og kom í hús á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari, en hann lék líka á 65 höggum fyrsta hringinn. Hann er því samtals á 16 höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Jafnir í öðru sæti á 12 höggum undir pari eru þeir Ancer, Smith og Sungjae Im. Im lék best af þeim þremur en hann kom í hús á 68 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.