Fréttir

Johnson kominn með 28 sigra á heimsvísu
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 8. febrúar 2021 kl. 15:00

Johnson kominn með 28 sigra á heimsvísu

Dustin Johnson sigraði í gær á Saudi International mótinu í annað skiptið á þremur árum.

Johnson, sem situr í efsta sæti heimslistans, spilaði hringina fjóra á 15 höggum undir pari og fagnaði að lokum öruggum sigri.

Með sigrinum í gær eru sigrar Johnson á hans atvinnuferli orðnir 28 talsins. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir sigrana 28 hjá Johnson sem hefur unnið flest mótin á PGA mótaröðinni (24) en þar keppir hann vanalega.

Sigrar Johnson PGA mótaröðinni:

2008: Turning Stone Resort Championship
2009: AT&T Pebble Beach National Pro-AM
2010: AT&T Pebble Beach National Pro-AM
2010: BMW Championship
2011: Barclays
2012: FedEx St Jude Classic
2013: Hyundai Tournament of Champions
2016: Opna bandaríska
2016: BMW Championship
2017: Genesis Open
2017: Northern Trust
2018: Sentry Tournament of Champions
2018: FedEx St Jude Classic
2018: RBC Canadian Open
2020: Travelers Championship
2020: The Northern Trust
2020: TOUR Championship
2020: Masters Tournament

Sigrar Johnson Heimsmótaröðinni (Sameiginleg mótaröð PGA- og Evrópumótaraðarinnar):

2013: HSBC Heimsmótið
2015: Cadillac Heimsmótið
2016: Bridgestone Heimsmótið
2017: Heimsmótið í Mexíkó
2017: Heimsmótið í holukeppni
2019: Heimsmótið í Mexíkó

Sigrar Johnson Evrópumótaröðinni:

2019: Saudi International
2021: Saudi International

Sigrar Johnson á öðrum mótaröðum:

2010: Shark Shootout
2020: TaylorMade Driving Relief