Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Karlalandslið Íslands hafnaði í 16. sæti á EM
Aron Emil Gunnarsson, Daníel Ísak Steinarsson, Kristófer Orri Þórðarson, Hákon Örn Magnússon, Hlynur Bergsson, Sigurður Bjarki Blumenstein og Ólafur Björn Loftsson, sem bæði er landsliðsþjálfari og afreksstjóri GSÍ.
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
þriðjudaginn 12. júlí 2022 kl. 13:18

Karlalandslið Íslands hafnaði í 16. sæti á EM

Ísland hafnaði í 16. sæti á Evrópumóti karlalandsliða en leikið var á hinum goðsagnakennda Royal St. George’s velli á Englandi þar sem Opna mótið hefur 15 sinnum farið fram, síðast á síðasta ári. Íslenska liðið hafnaði í 16. sæti í keppni í höggleik, sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana og raðaði liðum í riðla. Átta efstu liðin léku í A-riðli í holukeppni um Evrópumeistaratitilinn, átta næstu lið léku um 9.-16. sæti í B-riðli, þar á meðal okkar menn. Í C-riðli léku þá þau þrjú lið, sem höfnuðu í neðstu þremur sætunum eftir höggleikinn, um neðstu sætin.

Í fyrsta leik í holukeppni töpuðu okkar menn fyrir Hollendingum 3-2. Annar leikurinn tapaðist einnig 3-2 er Wales var mótherjinn. Í lokaleiknum léku strákarnir okkar því um 15. sætið þar sem mótherjinn var Austurríki. Leikurinn tapaðist 3-2, rétt eins og hinir leikirnir og 16. sætið var niðurstaðan - þrjú töp með minnsta mun.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hákon Örn Magnússon vann tvo af þremur leikjum sínum í tvímenningi og Hlynur Bergsson vann annan leikinn af tveimur í tvímenningi og leik sinn í fjórmenningi ásamt Kristófer Orra Þórðarsyni.

Lokastaðan á mótinu

Hákon Örn Magnússon. Ljósmynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson

Hlynur Bergsson. Ljósmynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson