Fréttir

Koepka leiðir eftir tvo hringi á Concession
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 27. febrúar 2021 kl. 11:30

Koepka leiðir eftir tvo hringi á Concession

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er með eins höggs forystu þegar tveir hringir eru búnir á Workday heimsmótinu í golfi sem fer fram á Concession vellinum í Flórída.

Koepka er á 11 höggum undir pari eftir tvo hringi eftir að hafa leikið á 67 og 66 höggum. Koepka hefur einungis fengið tvo skolla fyrstu tvo dagana og fer inn í þriðja hringinn með högg í forskot á þrjá kylfinga.

Cameron Smith, Billy Horschel og Collin Morikawa deila öðru sætinu á 10 höggum undir pari. Morikawa átti einn besta hringinn á öðrum keppnisdegi þegar hann spilaði á 64 höggum eða 8 höggum undir pari.

Líkt og Kylfingur greindi frá í gær var Viktor Hovland á meðal efstu manna eftir 35 holur þegar hann var á 7 höggum undir pari á öðrum keppnisdeginum. Hovland fékk hins vegar fjórfaldan skolla á lokaholunni og byrjar þriðja daginn í 17. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.