Fréttir

Fimm fuglar í röð og fjórfaldur skolli á sama hring
Viktor Hovland.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 26. febrúar 2021 kl. 22:04

Fimm fuglar í röð og fjórfaldur skolli á sama hring

Norðmaðurinn Viktor Hovland spilaði ótrúlegt golf á öðrum keppnisdegi Workday heimsmótsins sem fer fram á Concession vellinum í Flórída. Hovland gerði sér lítið fyrir og fékk fimm fugla í röð sem og fjórfaldan skolla á sama hringnum og er á meðal efstu manna eftir tvo hringi.

Hovland hóf leik á 10. holu og fékk fugla á holum 11-15. Samkvæmt Twitter síðu PGA mótaraðarinnar hefur hann aldrei fengið jafn marga fugla í röð á mótaröðinni.

Eftir 31 högg á fyrri níu hélt Hovland uppteknum hætti á seinni níu og fékk tvo fugla og var á 7 höggum undir pari þegar hann steig á 18. teig. Þar fór hins vegar allt úrskeiðis hjá Norðmanninum unga sem spilaði holuna á 8 höggum.

Þrátt fyrir mistökin á lokaholunni lék Hovland hringinn á 3 höggum undir pari og er samtals á 4 höggum undir pari í mótinu í 16. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.