Fréttir

Koepka mætir til leiks að nýju
Brooks Koepka.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 19:52

Koepka mætir til leiks að nýju

Fyrrum efsti maður heimslistans, Brooks Koepka, snýr til baka á PGA mótaröðina á morgun eftir átta vikna pásu vegna meiðsla sem hafa hann hefur glímt við síðastliðið ár.

Koepka var aðeins skugginn af sjálfum sér á síðasta tímabili og fór úr því að vera í efsta sæti heimslistans í byrjun árs í það að vera kominn út fyrir topp 10.

Í viðtali við fjölmiðla í aðdraganda CJ Cup mótsins sem hefst á morgun gef Koepka nánar upplýsingar um meiðslin og endurhæfinguna sem hann hefur verið í síðustu viku.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hveru illa mér leið allt síðasta tímabil. Þetta var augljóslega verst kringum Memorial mótið og vikurnar þar eftir. Ég er ánægður með hnéð á mér í dag eftir tvær vel heppnaðar meðferðir. Síðasta mánuð er ég búinn að vera í San Diego þannig að ég hef ekki komið heim í langan tíma. Ég er bara búinn að vera í endurhæfingu og reyna koma mér í stand.“