Fréttir

Laurie Canter efstur fyrir lokahringinn á Valderama
Laurie Canter hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 17. október 2021 kl. 08:55

Laurie Canter efstur fyrir lokahringinn á Valderama

Englendingurinn Laurie Canter lék frábært golf á þriðja hring Andalucia Masters mótsins á Valderama og tók forystuna fyrir lokahringinn.

Canter lék þriðja hringinn á 67 höggum og er samtals á 7 höggum undir pari og með þriggja högga forskot. Fékk 8 fugla en 4 skolla á hringnum.

Matt Fitzpatrick er í öðru sæti á 4 höggum undir pari. Hann lék þriðja hringinn á 70 höggum eða einu höggi undir pari.

David Lipsky sem lék frábærlega á þriðja hringnum er í þriðja sæti á þremur undir. Lipsky hóf þriðja hringinn á því að fá skolla á fyrstu braut en fékk svo 8 fugla það sem eftir lifði hrings og kláraði á 64 höggum. Lægsta skor í sögu mótsins.

Staðan í mótinu