Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Léku golf í 24 tíma fyrir MND félagið á Íslandi
Frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Jón Andri Finnsson. Sigurður Pétursson, Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddsson.
Fimmtudagur 7. júní 2018 kl. 18:02

Léku golf í 24 tíma fyrir MND félagið á Íslandi

Feðgarnir Oddur Sigurðsson, Jón Bjarki Oddsson og Sigurður Pétur Oddssson léku um síðustu helgi maraþongolf á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þeir spiluðu samfleytt í 24 klukkustundir frá því klukkan 18:00 á föstudaginn til klukkan 18:00 á laugardaginn.

Markmiðið með áskoruninni var að vekja athygli á MND heyfitaugahrörnunar sjúkdómnum og á sama tíma safna styrkjum fyrir MND félagið á Íslandi. Félagið vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum eða öðrum vöðva- og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar.

Örninn 2025
Örninn 2025

Feðgarnir fengu til sín frábæra félaga sem léku hver 9 holur með þeim eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Við sem þurfum MND félagið á Íslandi sem bakhjarl getum ekkert nema eiga svona bakhjarla að,“ segir Guðjón Sigurðsson í tilkynningu um málið. „Við þökkum ykkur öllum sem tóku þátt, öllum styrktaraðilum og ekki síður þeim sem eru að heita á félagið. Takk Golfklúbbur Mosfellsbæjar fyrir að leyfa okkur að spila frítt á vellinum.

Enn er hægt að styrkja málefnið:

Rn: 0516-05-410900
Kt: 630293-3089 


Á myndinni eru frá vinstri: Davíð Gunnlaugsson, Oddur Sigurðsson, Gudjon Sigurdsson, Jón Bjarki Oddsson, Sigurður Pétur Oddsson, Magnús Lárusson og Ægir Lúðvíksson.

 

Ísak Jasonarson
[email protected]