Lögreglan með Ping golfsett í óskilum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með Ping golfsett í góðum golfpoka og á þríhjólakerru í óskilum. Kylfingurinn og fyrrum Íslandsmeistarinn í golfi, Sigurður Pétursson, vekur athygli á þessu á spjalli Kylfings.is í dag en Sigurður starfar sem rannsóknarlögreglumaður.
Góðkunningi lögreglunnar var með settið á Laugaveginum í ágústmánuði og var settinu að öllum líkindum stolið. Þeir sem kannast við að eiga golfsett í óskilum er bent á að hafa samband við Sigga P í síma 843-1754 á dagvinnutíma. "Settið er of gott til að henda því," skrifar Siggi í tilkynningunni.