Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

LPGA: Annar sigur Ewing á rúmlega hálfu ári
Ally Ewing.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 31. maí 2021 kl. 23:04

LPGA: Annar sigur Ewing á rúmlega hálfu ári

Ally Ewing vann í gær sitt annað mót á rúmlega hálfu ári á LPGA mótaröðinni þegar að hún hafði betur gegn Sophia Popov í úrslitaleiknum á Bank of Hope holukeppnismótinu.

Það var nokkuð jafnræði með þeim í úrslitaleiknum en Ewing var þó alltaf yfir. Hún komst yfir strax á annari holu og var komin tvær holur upp eftir sex holur. Popov náði að minnka muninn niður í eina holu um tíma en Ewing vann það fljótlega til baka. Svo fór að lokum að Ewing vann á 17. holu 2&1.

kylfingur.is
kylfingur.is

Í leiknum um þriðja sætið gaf Shanshan Feng leikinn en hún átti að mæta Ariya Jutanugarn. Það var því Jutanugarn sem endaði í þriðja sæti.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21