Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

LPGA: Kang heldur uppteknum hætti og leiðir með tveimur
Danielle Kang.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 23. janúar 2021 kl. 23:16

LPGA: Kang heldur uppteknum hætti og leiðir með tveimur

Danielle Kang hélt uppteknum hætti á þriðja degi Diamond Resorts Tournament of Champions mótinu. Hún er með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn líkt og hún var með fyrir þriðja hringinn.

Kang hefur leikið feikilega vel í mótinu og á enn eftir að tapa höggi. Fyrstu tvo hringina lék hún á 64 og 65 höggum, hún átti svo sinn besta hring í dag er hún kom í hús á 63 höggum, eða átta höggum undir pari. Hún fékk átta fugla á hringnum og er samtals á 21 högg undir pari.

Það var einn kylfingur sem lék betur en Kang í dag en það var Jessica Korda sem situr í öðru sæti á 19 höggum undir pari. Korda var á aðeins tveimur höggum undir pari þegar hún steig fæti á 10. teig. Á næstu níu holum fékk hún sjö fugla, einn örn og eitt par og lék hún því síðari níu holurnar á 28 höggum, eða níu höggum undir pari. Hringinn lék hún á 60 höggum og er hún aðeins fimmti kylfingurinn til þess að afreka það.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.