LPGA: Karine Icher í forystu
Fyrsti hringur ANA Inspiration mótsins var leikinn í gær. Mótið sem er fyrsta risamót ársins er leikið í Kaliforníu á Mission Hills vellinum. Ekki náðu allar að ljúka leik í gær, en fresta þurfti leik um klukkan 15:15 að staðartíma í gær vegna mikils vinds.
Það voru þó einhverjar konur sem náðu að ljúka leik, og af þeim er Karine Icher í forystu. Icher lék hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari.
Á hringnum fékk hún 7 fugla, tvo skolla og restin pör. Hún er eftir daginn með eins höggs forystu á fjóra kylfinga, það eru þær Michelle Wie, Sung Hyun Park, So Yeon Ryu og Eun Jeong Seong. Sú síðast nefnda fór holu í höggi á fyrsta hringnum og má sjá myndband af því hérna.
Efsta kona heimslistans, Lydia Ko, náði að klára fimm holur og var hún á tveimur höggum undir pari þegar fresta þurfti leik.
Stefnt er að því að hefja aftur leik kl. 7:30 að staðartíma.
Eun Jeong Seong lék á fjórum höggum undir pari í gær.