Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

LPGA: Nelly Korda heldur áfram að leika vel
Nelly Korda.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 09:00

LPGA: Nelly Korda heldur áfram að leika vel

Fyrsti hringur Lotte Championship mótinu fór fram í nótt á Hawaii. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru margir af bestu kylfingum heims meðal keppenda.

Hin bandaríska Nelly Korda fór best af stað í mótinu og kom inn á 9 höggum undir pari. Hún er með eins höggs forystu á Eyn Hee Ji sem er á 8 höggum undir pari og tveggja högga forystu á þær Hyejin Choi og Brooke M. Henderson.

Korda fékk alls 9 fugla á hringnum og tapaði ekki höggi. Hún er nú þegar búin að sigra á einu móti á tímabilinu en sá sigur kom 17. febrúar á ISPS Handa Women's Australian Open.

Efsti kylfingur heims, Jin Young Ko, lék fyrsta hringinn á 3 höggum undir pari og er jöfn í 29. sæti.

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu sem lýkur 20. apríl. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is