Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

LPGA: Park og Shadoff jafnar á toppnum
Inbee Park.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 09:21

LPGA: Park og Shadoff jafnar á toppnum

Það eru þær Inbee Park og Jodi Ewart Shadoff sem deila efsta sætinu eftir tvo hringi á ISPS Handa Women's Australian Open mótinu sem fram fer á LPGA mótaröðinni. Þær eru aðeins höggi á undan Jillian Hollis.

Hringurinn var einfaldur hjá Park í nótt en hún hóf daginn á tveimur fuglum á fyrsti þremur holunum. Hún fékk svo 13 pör í röð áður en að hún endaði daginn á tveimur fuglum. Park lék því á 69 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Shadoff var aðeins höggi á undan Park fyrir daginn og kom hún því í hús á 70 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hún fékk fimm fugla á hringnum í dag en á móti fékk hún tvo skolla. Þær eru báðar á 10 höggum undir pari eftir tvo hringi.

Hollis fékk fjóra fugla í dag og restina pör á leið sinni að 69 höggum. Hún er ein í öðru sæti á níu höggum undir pari. Höggi á eftir henni eru þær Ayean Cho og Marina Alex.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Jodi Ewart Shadoff.