Fréttir

Magnús Birgisson ráðinn til GA
Stefanía Kristín, Heiðar Davíð og Magnús Birgisson. Mynd: gagolf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 10. apríl 2021 kl. 20:15

Magnús Birgisson ráðinn til GA

Magnús Birgisson hefur verið ráðinn í starf þjálfara hjá Golfklúbbi Akureyrar í sumar. Magnús bætist þar með í hóp með þeim Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur og Heiðari Davíð Bragasyni sem fyrir eru hjá klúbbnum.

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar kemur eftirfarandi fram:

„Með tilkomu Magnúsar er horft til að auka þjónustu GA á öllum sviðum þjálfunar. Þannig verður lögð enn meiri áhersla á metnaðarfullt barna- og unglingastarf sem og að bjóða félögum á öllum getustigum upp á aukið framboð af námskeiðum.

Magnús er Akureyringum vel kunnugur en hann bjó hér í 10 ár og var klúbbmeistari GA árið 1983. Móðir hans er Inga Magnúsdóttir sem varð klúbbmeistari kvenna hjá GA 10 ár í röð frá 1979-1988.“

Magnús hefur störf hjá klúbbnum 1. júní og mun starfa til 1. september.