Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

McIlroy: Ég mun aldrei ná því
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 19:43

McIlroy: Ég mun aldrei ná því

„Ég mun aldrei ná því,“ sagði Rory McIlroy aðspurður um sigrana 82 sem Tiger Woods er kominn með á PGA mótaröðinni.

Hinn þrítugi McIlroy var í viðtali við Golf TV á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út í Tiger Woods og hans afrek og var McIlroy nokkuð hreinskilinn.

„Ég er raunsær og veit að 82 sigrar á PGA mótaröðinni er eitthvað sem verður líklega ekki bætt.“

McIlroy hefur sjálfur sigrað á 17 mótum á PGA mótaröðinni og er í toppbaráttunni eftir fyrsta hringinn á HSBC heimsmótinu sem hófst í nótt í Kína.

„Ég mun aldrei ná þessum tölum en þetta hvetur mig samt áfram til að spila vel, spila betur og vinna oftar,“ sagði McIlroy.

„Að horfa á það sem Tiger hefur gert, ef það hvetur þig ekki áfram, þá held ég að eitthvað sé að.“

Viðtalið við McIlroy má sjá hér fyrir neðan: