Fréttir

McIlroy kominn í annað sæti FedEx listans
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 10. júní 2019 kl. 22:00

McIlroy kominn í annað sæti FedEx listans

Helgin var góð fyrir Norður-Írann Rory McIlroy. Hann vann um helgina sitt 16. mót á PGA mótaröðinni þegar hann lék á samtals 22 höggum undir pari á RBC Canadian Open mótinu. Hann fór einnig upp í þriðja sæti heimslistans og nálgast efsta sætið óðfluga.

Ásamt þessum afrekum þá er McIlroy nú kominn í annað sætið á FedEx listanum, stigalista PGA mótaraðarinnar. Hann fer úr fjórða sætinu í það annað en á árinu hefur McIlroy unnið tvö mót ásamt því að vera 10 sinnum á meðal 10 efstu. Þetta hefur hann afrekað í samtals 13 mótum.

Hann er með 2112 stig og er því 120 stigum á eftir Matt Kuchar, sem situr í efsta sætina. Kuchar er með 2232 stig en hann hefur einnig unnið tvö mót á árinu og átta sinnum verið á meðal 10 efstu í þeim 16 mótum sem hann hefur leikið í.

Listann í heild sinni má nálgast hérna en stöðu 10 efstu manna má sjá hér að neðan.