Fréttir

Mickelson og Finau með á Saudi International
Tony Finau.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 2. desember 2019 kl. 21:45

Mickelson og Finau með á Saudi International

Fimmfaldur risameistari, Phil Mickelson, og samlandi hans Tony Finau hafa báðir staðfest þátttökur sína á Saudi International mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla dagana 30. janúar til 2. febrúar næstkomandi.

Kylfingar á borð við Brooks Koepka, Patrick Reed, Henrik Stenson, Shane Lowry og Sergio Garcia hafa allir boðað komu sína í mótið en það var nýtt á mótaskrá mótaraðarinnar á síðasta tímabili.

Mickelson hefur unnið 10 mót á vegum Evrópumótaraðarinnar á sínum ferli og hefur náð ágætis árangri í Mið-Austurlöndunum. Hann hefur þó aldrei náð að sigra mót á svæðinu.

„Ég er mjög spenntur að spila í Sádí-Arabíu í janúar. Ég sá Dustin fagna sigri í mótinu í fyrra og mér fannst völlurinn líta spennandi út. Það verða líka fleiri stór nöfn með á næsta ára og þess vegna lítur það betur út enn á síðasta tímabili.“


Phil Mickelson.