Fréttir

Mikil rússíbanareið An að Forsetabikarnum
Byeong-Hun An.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 14:00

Mikil rússíbanareið An að Forsetabikarnum

Fyrsti leikur Forsetabikarsins hefsta á fimmtudaginn og munu þá Alþjóðaliðið og Bandaríkin leiða saman hesta sína. Alþjóðaliðinu, sem hefur aðeins einu sinni tekist að vinna keppnina, mun í ár tefla fram yngsta Alþjóðaliði í sögu keppninnar. Meðal aldur liðsins er rétt tæplega 29 ára og freista þeir þess að vinna keppnina í annað skiptið.

Einn af kylfingunum sem mun keppa fyrir hönd Alþjóðaliðsins er suður-kóreski kylfingurinn Byeong-Hun An. Leið An í liðið var ansi skrautleg og fylgdi því miklar tilfinningar.

An fékk erfitt símtal frá Ernie Els, fyrirliði Alþjóðaliðsins í nóvember þar sem honum var tilkynnt að hann hefði ekki verið valinn í liðið. Stuttu seinna dró Jason Day sig úr liðinu og þá hringdi síminn aftur.

„Ég fékk tvö símtöl, slæmt og gott,“ sagði An í blaðamannafundi fyrr í dag.

„Í fyrra símtalinu fékk ég að vita að ég væri ekki í liðinu. Það var mjög erfitt símtal og ég var augljóstlega mjög vonsvikinn.“

„Ég bjóst aldrei við að fá annað símtal en í síðustu viku gerðist það. Ég sagði þeim að ég kæmi að spila. Nú er ég hérna og ég er spenntur að fyrir mínum fyrst Forsetabikar.“

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640