Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Munoz efst eftir magnaðan hring á Bell Micro
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 12:22

Munoz efst eftir magnaðan hring á Bell Micro

Hin spænska Azahara Munoz er efst eftir fyrsta hring á Bell Micro LPGA Classic, en hún átti nær óaðfinnanlegan hring þar sem hún lék á 65 höggum, eða sjö undir pari. Hún fékk engan skolla á hringnum, hitti allar brautir og náði öllum flötum nema einni í tilætluðum höggafjölda (GIR), en á þeirri holu fékk hún fugl eftir að hafa vippað ofaní úr glompu við flötina.

Munoz er með tveggja högga forskot á næstu konur, Cristie Kerr, Meena Lee, Janice Moodie og Hye Jung Choi. Suzann Pettersen, Eunjung Yi, Sun Young Yoo og Amanda Blumenherst koma næstar á 68 höggum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Jiyai Shin, sem er efst á heimslistanum, lék á 70 höggum líkt og Ai Miyazato, sem hefur sigrað á þremur LPGA mótum í ár. Michelle Wie lék á 72 höggum.

Munoz var með nafntogaðri áhugakylfingum fyrir nokkrum misserum þar sem hún sigraði á lokamóti NCAA árið 2008 og á Opna breska áhugamannamótinu í fyrra.

Hún hóf eftir það leik á Evrópumótaröð kvenna og sigraði á sínu fyrsta móti, Madrid Ladies Masters, en fór í gegnum LPGA úrtökumótin í vetur.

Staðan

Myndir úr safni golfsupport.nl